Búið er að senda þeim sem komust inn í deildina tölvupóst um þáttöku. Í vetur verða 10 lið og fjórir keppendur í hverju liði.
Reglur deildarinnar verða kynntar á fyrsta fundi í nóvember.
Það kostar 120.000 fyrir hvert lið að taka þátt og er allt innifalið í því, þ.e. keppnin, fatnaður, fyrirlestrar og fræðsla ásamt veitingum. Foreldrar/forráðamenn eru jafnframt alltaf velkomin með. Reikninginn þarf að vera búið að greiða áður en keppnin hefst í febrúar. Þið fáið nánari upplýsingar um það þegar nær dregur.
Ef það eru einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur skilaboð á fésinu eða tölvupóst.
Stjórn MLÆ 2019 - 2020 skipa:
Sigurður Ævarsson
Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir er í fæðingarorlofi
ความคิดเห็น