Það er falleg og spennandi grein framundan í deildinni okkar og opið fyrir skráningar í Sportfeng til miðnættis föstudaginn 7. mars. Að þessu sinni er það Slippfélagið sem styrkir mótið.
Óskalagalistinn er opinn til hádegis á föstudegi og mikilvægt að setja lögin inn sem fyrst svo við getum skipulagt spilunarlistann fyrir sunnudaginn. Athugið að lagið sé nógu langt fyrir sýninguna ykkar.
Við viljum vekja athygli á því að í nýjum reglum um gæðingarlist þá þarf að vera búið að skila inn æfingarprógrammi á hádegi á föstudag - sjá skjal hér að neðan.
Hér fyrir neðan er samantekt á helstu atriðum gæðingalistarinnar.
Tími og tónlist byrja þegar knapi hneigir sig eða í síðasta lagi þrjátíu sekúndum eftir að knapi kemur inn á völlinn. Þulur gefur merki þegar ein mínúta er eftir af sýningartíma. Tímamörk eru 5 mínútur max. Athugið að velja lag sem passar ykkar sýningu. Passa að dómarar hafi gott sjónarhorn á ykkur gera æfingarnar ykkar. Knapi lýkur sýningu með því að hneigja sig eins og alltaf. Ekki verða riðin úrslit. Dómarar verða 5 og því dettur hæsta og lægsta einkunn út eins og venjulega í íþróttakeppni.
Keppendur þurfa að senda æfingablöðin inn í seinasta lagi á hádegi föstudaginn 7 mars.
Skrá þarf líka í Sportfeng eins og venjulega fyrir miðnætti 7. mars.
Frjálsar æfingar samþykktar af faghópi 2025:
Hér fyrir neðan er æfingalistinn í Excel skrá sem þið þurfið að hlaða niður, fylla inní og senda á lindabjorgvins77@gmail.com
Comments